Nýjungar
Fyrsta breyting ársins átti sér stað í dag þegar ég hætti að vinna á þjálfunarstöðinni.
Það var ágætt.
Maður metur allt betur svona á endasprettinum.
Ég er voða glöð að þurfa ekki lengur að vinna 9-5 einsog Dolly (usss, what a way to make a living), en ég á samt eftir að sakna margs.
Sérstaklega einnar vinkonu minnar sem tjáir sig bara í ryþmahljóðum og tónstigum.
Við náðum voða vel saman og unnum mikið með ýmis hljóðfæri og röddum okkar.
Hún grét þegar hún heyrði mig kveðja alla á staðnum, skildi þá allt í einu að ég kæmi ekki aftur.
Uss, ég er enn með kökk í hálsinum.
Og þó ég hafi ekki unnið vínpottinn gaf sú sem vann hann mér vinninginn því henni fannst það nú bara sanngjarnt þar sem ég tæki ekki aftur þátt!
Hvílík manngæska.
En tsjúmm, það tekur nýtt við.
Amaríka eftir tíu daga.
Trúi því nú ekki fyrren ég er komin í kábojhattabúðina í Nashville.
Og hin ó svo dramatíska núliðna vika tekur vonandi enda í kvöld þegar ný trommstelpa kemur á æfingu hjá Brúðarbandinu.
Því einsog alþjóð veit (kannski ekki) þá er trommari Brúðarbandsins kaaaasólétt og kemst því ekki með okkur til Amaríku.
Erum búnar að negla ýmsa varatrommara að undanförnu sem beilað hafa hver á eftir öðrum svo neglur og hár okkar meyjanna eru rústir einar.
En í kvöld... ómælordness... plíííííííís...
Það var ágætt.
Maður metur allt betur svona á endasprettinum.
Ég er voða glöð að þurfa ekki lengur að vinna 9-5 einsog Dolly (usss, what a way to make a living), en ég á samt eftir að sakna margs.
Sérstaklega einnar vinkonu minnar sem tjáir sig bara í ryþmahljóðum og tónstigum.
Við náðum voða vel saman og unnum mikið með ýmis hljóðfæri og röddum okkar.
Hún grét þegar hún heyrði mig kveðja alla á staðnum, skildi þá allt í einu að ég kæmi ekki aftur.
Uss, ég er enn með kökk í hálsinum.
Og þó ég hafi ekki unnið vínpottinn gaf sú sem vann hann mér vinninginn því henni fannst það nú bara sanngjarnt þar sem ég tæki ekki aftur þátt!
Hvílík manngæska.
En tsjúmm, það tekur nýtt við.
Amaríka eftir tíu daga.
Trúi því nú ekki fyrren ég er komin í kábojhattabúðina í Nashville.
Og hin ó svo dramatíska núliðna vika tekur vonandi enda í kvöld þegar ný trommstelpa kemur á æfingu hjá Brúðarbandinu.
Því einsog alþjóð veit (kannski ekki) þá er trommari Brúðarbandsins kaaaasólétt og kemst því ekki með okkur til Amaríku.
Erum búnar að negla ýmsa varatrommara að undanförnu sem beilað hafa hver á eftir öðrum svo neglur og hár okkar meyjanna eru rústir einar.
En í kvöld... ómælordness... plíííííííís...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home