þriðjudagur, janúar 11

Hamó

Lífið er að drepa mig úr skemmtilegheitum, það er varla að mar höndli svona mikla hamingju.
Drepa er samt kannski ýkjur.
En ýkjur eru ýkt skemmtilegar.
Smart orð líka.

Í dag er ég búin að:
sofa til 11
mæta í skólann til einskis
versla í bónus og ikea (bara nauðsynjavörur, I promise)
koma heim og opna umslag með ávísun frá STEF (my first, I´m wanna thank all my family and friends etc.)
skoða bílaleigur í Amaríku til að finna ódýrasta bílinn
lesa The Indie Bible til að finna útvarpsstöðvar til að senda lögin okkar á
ryksuga, skúra og vaska upp
og nú er ég að blogga.

Gvuð blessi skóla og vaktavinnu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home