föstudagur, desember 10

Valhoppandi þrifnaður

Jesúsminngvuðssonurgóður hvað það er gott að vera komin í helgarfrí.
Ég ætla að skella mér í sturtu, skoppa svo útí Bónus og Smekkleysubúð, koma aftur heim og krefjast þess að fá mat, jedann og liggja afvelta í smástund og valhoppa þá niðrá GrandRokk að horfa og hlusta á Mugison á meðan ég sötra bjór og reyki sígó og rugga mér í lendunum.
Og jesúsminneini hvað ég ætla að sofa út á morgun.
Alveghreint.

Annars eru auglýsingar að drepa mann þessa dagana.
Það er varla hægt að opna útidyrahurðina eða labba upp stigann fyrir blaðabunkum sem ég kæri mig ekkert um að eiga og gremst að þurfa að gera mér ferð í Sorpu fyrir einhverja kaptítalístíska fávita.
Ég bað ekki um þetta drasl!
Og ekki er hægt að horfa á sjónvarp heldur.
Sem er sosum bara fínt þannig séð, því nú tek ég bara upp þá þætti sem mig langar til að sjá og horfi á þá seinna og spóla yfir auglýsingarnar.
Tímasparnaðurinn er gígantískur því kvöldin verða lengri og innihaldsríkari.

Jájájá, ég er sko með allt á hreinu.
En núna --> sturta!
Sturta er best, sjóóóóðandi heit...
oh, helvítis auglýsingar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home