mánudagur, desember 6

Plön

Nú er hún hætt að vinna með mér konan sem leigði sér handrukkara á leiðinlega frænku sína og stefnir á tannviðgerðir í Búlgaríu.
Hún fékk sér betur launaða vinnu til að borga Búlgörum og handrukkurum.
Ég er að spá í að feta í hennar fótspor að hluta til.
Held ég sleppi handrukkurum og Búlgörum í mínum plönum.
Hins vegar er ég að spá í að stefna mér í enn meiri skuldir svo ég geti grenjað meira hérna á ykkur, en til þess þarf ég örlítið meiri peninga.
Því er ég að spá í að fara aftur í vinnuna sem ég grenjaði undan í vor, því þar þarf ég hvorki að vakna snemma á morgnana né vinna jafn marga vinnustundir og fæ fleiri peninga til að borga vexti með.
Juhú.
Og í skólann fer ég líka.
Og til Amaríku og Bretlands og út að borða í mars.
Massívt, ha...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home