fimmtudagur, desember 16

Desember-jóla-andskotansskapurinn

Get svo svariða að ég er að batna í skapinu held ég.
Er búin að vera svo blú og boring, beisíklí bara afþví að allt var eitthvað svo boring.
Desember-jóla-andskotansskapurinn fer alveg ofsalega illa í sálina mína.
Svo keyrði allt um þverbak í fyrrakvöld þegar ég ákvað að lækna mig með því að baka bullar, því ef eitthvað er fallegt og gott í heiminum þá eru það heimabakaðar bullar.
En viti menn, ég var svo sturluð af desember-jóla-andskotaskap að mér tókst að klúðra bakstrinum í fyrsta og gvuðhjálpimérvonandi eina skipti lífs míns!
Gleymdi sykrinum, ofhitaði ger-mjól-smjör-sullið og gleymdi loksins að láta deigð hefa sig, þó það hefði sosum verið gagnslaust þar sem ég var búin að klúðra ger-dæminu.
Útkoman drap mig.
Hvílík viðurstyggð.
Benedikt étur þetta þó af bestu lyst, enda hefur hann aldrei smakkað the real thing.
Greyins.
Nú ætla ég að éta soldið af M&Mi í nokkra daga og gá svo hvort bakstursandinn komi yfir mig aftur.
Og þá skal ég sigra heiminn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home