miðvikudagur, desember 1

The bitter truth

Mig sárlega vantar einhverja fallega jólamynd til að horfa á.
Er að hlusta á Johnny Cash raula jólalög:
... and then I really felt the Christmas spirit.
Það eru alltaf einhverjir plúsar í mínusum.
Einsog áðan, þegar ég gekk grátandi úr strætó til að ná í bílinn minn og borga lausnargjaldið, þurfti ég að standa kjur við gönguljósin í tvær umferðir afþví að bílarnir voru að drífa sig svo mikið að þeir máttu ekki vera að því að hægja á sér svo ég kæmist yfir þó svo ég ætti réttinn jafnmikið og þeir, ef ekki meiri.
Þegar mér hafði með leikni tekst að smjúga mér á milli þeirra bölvandi á milli ekkasoganna ákvað ég að gerast fyrirleitin sjálf og ganga yfir næstu götu í algeru réttindaleysi, og þá komu jólin: það stöðvaði bíll fyrir mig og leyfði mér að skottast yfir götuna.
Við það strauk ég burtu tárin og rigninguna og vinkaði bílstjóranum sturluð af gleði og fór að hugsa um allt sem er fallegt í heiminum.
Helsta niðurstaðan er þessi:
Þó svo að heimurinn sé stútfullur af hálfvitum þá leynast alltaf gæðablóð inná milli.
Þó hlutfallið sé eða virðist lægra þá gerir það ekki svo mikið til því þegar maður loksins lendir í góðmennsku sturlast maður af hamingju.
Takkfyrir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home