sunnudagur, nóvember 14

Draumaprinsinn Benóný

Ég er að horfa á Edduna með öðru og þetta er að sjálfsögðu fokkíngs leiðinlegt sjónvarpsefni.
Klám í fötunum.
Allir að kyssa rassa.
Líka síns eigins rass.
Afhverju getur þetta pakk ekki verið með smá húmor fyrir sjálfu sér?

En það er ekki ástæðan fyrir því að ég sænaði mig inná Create new post.
Nei.
Ástæðan er sú að ég heyrði brot úr laginu Draumaprinsinn með Röggu Gísla í einni væmnisklippunni hjá pakkinu.
Ég vil bara lýsa því yfir að mér finnst þetta lag æðislegt.
Kannski sé ég draumaprinsinn Benóný
á ballinu
blíblíblíblíblíaaaa
við minn faðm
og við svífum í eilífðardans.
Hef ekki heyrt þetta lag held ég síðan í partýi 1995 þegar Sunna þurfti að henda okkur Kiddu út með valdi því við vildum ekki hætta að spila þetta lag.
Mig langar í þetta lag.
Er það hægt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home