þriðjudagur, nóvember 30

Bilun

Bíllinn er bilaður og ég er bara þokkalega sátt við það.
Hef síðustu 5 daga labbað og tekið strætó útum bæ og borg og mér líður vel.
Fyrstu dagana var ég stressuð og pirruð útí strætóbáknið, sem er nú satt best að segja fáránlega skipulagt dæmi, en síðustu dagana hef ég lært að lifa með því og er farin að njóta þess að húka úti í kuldanum í korter bíðandi eftir þremur strætóum sem koma á sama stað sama tíma og keyra mig á sama stað eftir mismunandi leiðum.
Get dúllað mér á meðan ég bíð við að úllendúllendoffa hvorn strætóinn ég ætli að taka í það og það skiptið.
Svo getur líka bara verið gaman að hoppa á gangstéttinni á milli hálkulausra bletta.
Ég fór samt með bílinn á verkstæði í morgun.
Langar ekkert til að ná í hann aftur.
Bæði reikningurinn tilvonandi og svo endirinn á nýja ævintýrinu mínu letja mig til þess.
Ég þarf samt að nota hann um jólin svo ég komist í svínið og hangiketið hjá mömmu uppá Skaga, en eftir það sel ég helvítið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home