Sjarmerandi bjórdrykkja
Búin að rokka af mér rassgatið þessa helgina þó planið hafi verið að taka rólega helgi.
En kúl.
Ég var alveg fulla stelpan í gær.
Fór í útskriftarpartý Jonna og drakk margan fríann bjórinn, svo yfir á GrandRokk á Fræbbblana en missti enn og aftur af Ceres 4.
Var líka stjörnusleikja en þorði einhvernvegin ekki að tala við Ceres, kannski voru það gullbuxurnar og handklæðið sem hann var með um hálsinn, það var eitthvað of mikið glam við það.
Þess í stað röflaði ég í Fræbbblunum og gaf þeim númerið mitt og þegar ég fór á Sirkus aftur hékk ég utaní einhverjum óperusöngvara sem mér fannst geðveikt sjarmerandi, og sagði honum það.
Hann var ánægður með það.
Náði ekki að grúppíast utaní Einari Má rithöfundi sem var að slamma undir Fræbbblunum, en mér fannst það alveg geðveikt sjarmerandi líka.
Ég var almennt mjög hamingjusöm í nótt og fannst fólk mjög sjarmerandi og fann einhverja þörf fyrir að láta alla viðkomandi vita.
Á föstudaginn fór ég á útgáfutónleika Jan Mayen og svo yfir á Sirkus en fann ekki fyrir þessum sjarma þá og fór snemma heim.
Líklega drakk ég ekki nógu mikinn bjór.
En kúl.
Ég var alveg fulla stelpan í gær.
Fór í útskriftarpartý Jonna og drakk margan fríann bjórinn, svo yfir á GrandRokk á Fræbbblana en missti enn og aftur af Ceres 4.
Var líka stjörnusleikja en þorði einhvernvegin ekki að tala við Ceres, kannski voru það gullbuxurnar og handklæðið sem hann var með um hálsinn, það var eitthvað of mikið glam við það.
Þess í stað röflaði ég í Fræbbblunum og gaf þeim númerið mitt og þegar ég fór á Sirkus aftur hékk ég utaní einhverjum óperusöngvara sem mér fannst geðveikt sjarmerandi, og sagði honum það.
Hann var ánægður með það.
Náði ekki að grúppíast utaní Einari Má rithöfundi sem var að slamma undir Fræbbblunum, en mér fannst það alveg geðveikt sjarmerandi líka.
Ég var almennt mjög hamingjusöm í nótt og fannst fólk mjög sjarmerandi og fann einhverja þörf fyrir að láta alla viðkomandi vita.
Á föstudaginn fór ég á útgáfutónleika Jan Mayen og svo yfir á Sirkus en fann ekki fyrir þessum sjarma þá og fór snemma heim.
Líklega drakk ég ekki nógu mikinn bjór.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home