sunnudagur, október 10

Mozilla

Var að setja Mozilla í stað Explorer í tölvuna og er bara nokk sátt.
Finnst æði að geta gert "open link in new tab", það er geðveikt smart fídus finnst mér, sérstaklega þegar maður er leita að einhverju á google.
Er samt ekki nógu sátt við síðuna mína í þessu af því að linkarnir mínir eru ekki í nógu mikilli röð og reglu fyrir minn analíska smekk.

Í gær kíkti ég í Hellinn í Tónaþróunarmiðstöðinni en þar hélt Karate tónleika með Jan Mayen, Isidor, Retron og Þóri.
Ég sá bara Þóri spila og fannst það massa fínt því í þetta skipti spilaði hann á rafmagnsgítar og var með trommuleikara með sér.
Ég var nebbla orðin leið á að hlusta á hann spila þessi lög alltaf á kassagítar.
Ég er líka búin að hlusta á plötuna hans sem kemur út bráðum og hún er ferlega góð.
Hann er góður lagasmiður og á plötunni eru fleiri hljóðfæri en kassagítar svo lögin verða öll massaðri og skemmtilegri.
Jólagjöfin í ár.
Svo kíkti ég á Grand Rokk og sá Jan Mayen og það var skemmtilegt.
Þeir hafa greinilega æft sig á hljóðfærin sín og kunna að semja catchy lög.
Eitthvað band frá Akranesi var að spila á undan en ég missti af því.
Hafði smá landafræðilegan áhuga á að sjá það, bara sona til að tjékka hvort eitthvað áhugavert væri að gerast frá æskuslóðunum.
Hef ekki mikla trú á því en held samt í vonina.
Hún lifir enn því ég missti af þeim.
Leiðinlegt samt hvað mig langaði bara til að gubba.
Fyrr um kvöldið hafði Dýrlingurinn minn splæst á okkur Devitos pizzu og var allsendis óspar á piparinn. Tel mig því hafa fundið fyrir pipareitrun á tónleikunum því akkúrat á þeim tímapunkti var ég byrjuð að fá tilfinningu aftur í kjaftinn sem svo hefur bara resúlterað í gubbfílíng.
Vil samt taka fram að ég hafði einungis drukkið eitt rauðvínsglas og tvo sopa af bjór þegar gubbið vildi taka völdin.
Ég fór að sjálfsögðu beinustu leið í afneitun, settist við borð og svolgraði restinni af bjórnum oní mig, hlustaði á einhverja blondínu með munnræpu á meðan um huga minn flögruðu tvær setningar í kross: ég þarf að gubba! og for kræjíng át lád haltu helvítis kjafti!
Hún gerði það að lokum eitt andartak og var ég fljót að kveðja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home