föstudagur, október 22

Mere røv!

Við vorum að spila í gær á Nasa og það var nú barasta hin konunglegasta skemmtun.
Fullt af fólki og massa rassa stuð.
Ég var ekki beint í stuði svona til að byrja með, fílan yfir þessari leiðinlegu viku var að drepa mig og ég var stressuð og viss um að tónlistarsnobbfólkið myndi drepa okkur.
En um leið og ég var komin í kjólinn og búin að hella yfir bjór hann og inní mig tók rassinn völdin og þetta var brjálað gaman.
Við spiluðum í tæpan hálftíma og allir í salnum voða hressir.
Við hressastar.
Frumfluttum eitt nýtt lag.
Eftir giggið sömdum við 3 ný lög.
Mestu vonbrigðin var danski sjónvarpsgaurinn sem skildi ekki dönsku.
Hann spurði útí steitment okkar og Kata svaraði Mere røv!.
Oh yeah, and what does than mean?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home