sunnudagur, október 17

Flísalögn

Við ákváðum að vinda okkur í flísalögn í dag.
Skelltum okkur uppí Húsasmiðju strax eftir morgunkaffið og keyptum "svona gaur til að líma" og "svona gaur til að dreifa líminu" og "svona gaur til að setja á milli flísanna" og spurðum hvort við þyrftum nokkuð einhverja fleiri gaura til að flísaleggja.
Brostum svo bara að afgreiðslumanninum sem horfði vantrúaður á okkur og spurði hvort við ætluðum að gera þetta sjálf.
Þegar heim var komið hrærðum við límgaurnum við vatn í fötu og dreifðum því svo á gólfflötinn með greiðugaurnum.
Afgreiðslumaðurinn vildi meina að það væri valfrjálst hvort maður notaði svona krossagaura þegar mar leggur mósaíkflísar og ég ákvað að treysta frekar augunum mínum og með þau í fararbroddi skelltum við flísunum á.
Ekki vorum við búin að setja margar niður þegar við gerðum okkur grein fyrir því að augun mín eru ekki reglustikur.
Þá ákváðum við að taka upp Búddatrú.
Því við höldum að þar sé málið að enginn megi gera neitt fullkomið því það er móðgun við Búdda.
Svo af einskærri tillitssemi við guð okkar er gólfið í anddyrinu hjá okkur tótal kaos.
En afskaplega persónulegt höldum við.
Samt pirr að samkvæmt leiðarvísi skilst okkur að ekki megi fúga fyrr en á þriðjudaginn.
Nú þurfum við alltaf að hoppa útúr íbúðinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home