föstudagur, september 17

Vondur vinningur

Meira úr draumalandi rifjaðist upp þegar ég las Fréttablaðið og sá auglýsingu frá Hagkaupum.
Dreymdi að ég mætti aftur í vinnuna eftir veikindin og þá beið mín þar ávísun sem var 140 þúsund króna inneign í fatadeild Hagkaupa.
Hafði unnið hana í vínpottinum.
Og fékk paník.
Hvernig átti ég að geta fundið mér föt fyrir 140 þúsund í Hagkaup?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home