mánudagur, september 13

Vaknaði um morguninn

Það er svo gott að sofa, mig langar að sofa meira.
En ég man það núna hvað ég var að hugsa rétt áður en ég sofnaði í gærkveldi.
Ég var að hugsa hvað þetta væri nú fáránlegt með okkur manneskjurnar, á fullu alla daga að gera hitt og þetta endalaust og svo leggjumst við bara niður reglulega og slökkvum á okkur.
Höfum bara slökkt á okkur einn þriðja ævinnar.
Soldið fáránlegt.
Og ég sá fyrir mér hóp af grænum geimverum sem horfa á okkur úr fjarska og hlægja að okkur þegar við bara leggjumst niður líflaus í nokkra klukkutíma.
Svo sofnaði ég og fór að vesenast með mömmu að finna einhverja Lilju, en mamma vildi samt ekki segja mér af hverju við værum að leita að þessari konu.
Svo fundum við hana og ég fór að leika trúð fyrir nágrannana á meðan þær töluðu saman.
Hefði alveg viljað sofa áfram og spyrja nánar útí þessa Lilju.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home