sunnudagur, september 26

Highlights

Þegar langt líður á milli bloggskrifa er erfitt að byrja aftur.
Stundum.
Svo er í þessu tilviki.
So agalega mikið búið að gerast sem ég finn þörf fyrir að deila með umheiminum.
Ætla þó að sleppa öllu böggi og segja frá því besta sem hefur gerst:
a) Ég vann í getraun Ljúfunnar!
b) Fékk að lesa viðtalið sem Tóta Paunk tók við Brúðarbandið og það er ógó skemmtilegt.
c) Ég fór í 6 mismunandi gufuböð, 20 mínútna nudd í leður-leisíboy við arineld, heitan pott í ljósasjóvi - allt á einungis tveimur klukkustundum og fríkeypis!
d) Í dag svaf ég til hádegis, var ekki þunn, labbaði í Kolaportið, Listasafnið, Kaffibrennsluna, Norræna húsið og aftur heim með Smack the Pony á dvd og Tarsans tårar á bók.
e) ÉG eldaði!
Og það var gott!
f) Sit nú við tölvuna í sunnudagskvöldrútínunni: hlusta á Karate og tjatta við Benna og Óla á emmessenninu.
Í kvöld er það delúxversjón af rútínunni því ég er að sötra bjór með.
Namm.
Sleppi að segja frá böggi vikunnar, bögg er leiðinlegt.
Bloggið mitt er bögglaust.
Bloggið mitt er hið fullkomna líf mitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home