Ég þarf að gubba
Ég elska nýju/gömlu tölvuna mína afar heitt og hlakka alltaf mikið til að koma heim til hennar.
Þó er ég búin að finna eitt að þessu Windows XPjéi sem ég er ekki að digga og það er þegar allir explorer-gluggarnir þjappa sér saman í einn neðst á toolbarinu.
Ég vil hafa yfirsýn og sjá hvaða síður ég er með opnar, þetta á að liggja fyrir framan mig kristaltært og fagurt.
Bara eitt klikk á milli síðna,
Ekki tvö.
En það er allt og sumt sem ég get böggast yfir.
Áðan fór ég í strætó.
Bílstjórinn var annað hvort með klofinn persónuleika eða bara illa við alla sem eru ekki fótgangandi.
Hann lá á flautunni alla leið frá Stjörnugróf á Hlemm, ef einhver bílstjóri dirfðist að snerta bensíngjöf sína fékk hann flaut, meira að segja einn hjólreiðamaður sem gerðist svo frakkur að færa sig úr stað fékk flaut.
En öllum gangandi vegfarendum bauð hann brosandi góðan daginn.
Vona hann sé klofinn persónuleiki, það er svo miklu meira spennandi.
Ég er hins vegar komin með innvortis Tourett-syndrome.
Það lýsir sér þannig að ég góla oforvandes inní mér í tíma og ótíma.
Sama hvort ég sé að hlusta á sæta mússík, tala við leiðinlega manneskju eða að semja lag í hausnum á mér, ég afbrýt það konstantlí með því að garga inní mér: ég þarf að gubba!
Ég er mjög spennt yfir þessu.
Þó er ég búin að finna eitt að þessu Windows XPjéi sem ég er ekki að digga og það er þegar allir explorer-gluggarnir þjappa sér saman í einn neðst á toolbarinu.
Ég vil hafa yfirsýn og sjá hvaða síður ég er með opnar, þetta á að liggja fyrir framan mig kristaltært og fagurt.
Bara eitt klikk á milli síðna,
Ekki tvö.
En það er allt og sumt sem ég get böggast yfir.
Áðan fór ég í strætó.
Bílstjórinn var annað hvort með klofinn persónuleika eða bara illa við alla sem eru ekki fótgangandi.
Hann lá á flautunni alla leið frá Stjörnugróf á Hlemm, ef einhver bílstjóri dirfðist að snerta bensíngjöf sína fékk hann flaut, meira að segja einn hjólreiðamaður sem gerðist svo frakkur að færa sig úr stað fékk flaut.
En öllum gangandi vegfarendum bauð hann brosandi góðan daginn.
Vona hann sé klofinn persónuleiki, það er svo miklu meira spennandi.
Ég er hins vegar komin með innvortis Tourett-syndrome.
Það lýsir sér þannig að ég góla oforvandes inní mér í tíma og ótíma.
Sama hvort ég sé að hlusta á sæta mússík, tala við leiðinlega manneskju eða að semja lag í hausnum á mér, ég afbrýt það konstantlí með því að garga inní mér: ég þarf að gubba!
Ég er mjög spennt yfir þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home