þriðjudagur, september 7

Ekkert bögg

Alla vega ekki lengur því Tæknitröllið kom í gær og tók tölvuna, fór með hana heim til sín og straujaði einsog vel uppalin húsfreyja, fyllti hana svo af nýju dóti og skilaði back to my loving arms.
Orð ná ekki yfir hamingju mína.
Sem er yfirgengileg.
Og hún var í þokkalegu standi líka þó svo tölvan væri kreisí.
Bara síðast í gærkveldi sagði ég á tölvulausu heimilinu: ég er hamingjusöm.
Lífið er ljómandi rjómasúkkulaði.
Ef maður lokar fyrir 95 % og einblínir á það sem er gott.
Kyssikyss

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home