þriðjudagur, ágúst 24

Mjólk, sokkar og sprengjur.

Hvílík martröð er að vakna og eiga ekki mjólk í kaffið sitt.
Í sturtunni var ég farin að íhuga og skipuleggja innbrot í næstu íbúðir til að næla mér í nokkra mjólkurdropa.
Hefði svo afsakað mig með því að þetta er eiturlyfið mitt.
Og hvað gera eiturlyfjasjúklingar til að mæta þörf sinni?
Þeir brjótast inn og stela.
Alveg solid keis.
Svo þorði ég ekki að brjótast inn.

Ég finn hvergi sokkana mína.
Konungur undirdjúpanna tók af snúrunum í gær og fann uppá einhverjum nýjum geymslustað fyrir fötin mín.
Hann er hins vegar ekki hér til að segja mér frá þessum stað.

Fékk mjög spennandi bréf frá Ístak í gær.
Þeir ætla að sprengja upp húsin við Laugaveg 84-86 og munu verða með flautur og þögn í mínútu og allskonar spennandi seremóníur í kringum þetta, segja að það verði voðaleg læti og allt mun hristast.
Mig langar helst til að taka mér frí næstu daga til að vera heima og ímynda mér að ég sé Anna Frank.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home