fimmtudagur, júlí 15

Verkfærapælingar

eru mikið í umræðunni þessa dagana og verandi svona manneskja sem er í takt við tímann verð ég að leggja mitt af mörkum:
Minn gaur á ekki neitt, ekki svo mikið sem eina skrúfu, en ég á alveg massa flottan verkfærakassa sem ég fékk í afmælisgjöf frá mömmu og systrum mínum fyrir 2 árum.
Svo átti ég tvo hamra en eftir að smiður kom í heimsókn um daginn hvarf annar þeirra á "dularfullan" hátt.
Ég á líka dæmalaust fínt safn af skrúfum og nöglum, hallamál og mæliband sem mælir bara fet.
Þar að auki er ég með borvél í láni frá Gumma bró og stiga frá Kókó.
En ég á ekki svo mikið sem einn sentimeter af tvinna eða öðrum eins óbjóði.
Eina nælu á ég sem ég nota til að festa utaná mig tölulaust pils, gardínurnar mínar eru ófaldaðar og ég á nokkur pör af buxum inní skáp sem ég get ekki notað því þær eru of síðar.
Hvarflar ekki að mér að reyna að fiffa við þetta drasl.
Þær stundir sem ég á það til að breytast í eldspúandi dreka með tilheyrandi lykt, hávaða og hættum tengjast einvörðungu tilfæringum mínum með saumnálar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home