fimmtudagur, júlí 29

Tanni

Tannlæknirinn minn hefur gaman af því að deyfa.
Nema hún sé svona mikill mannvinur sem ekkert vill meiða.
(Manngæsku er þó öngvan vegin hægt að lesa útúr reikningnum).
En ég er a.m.k. algerlega dofin alla vinstri hlið andlitsins.
Er búin að hafa mikið gaman fyrir framan spegilinn skalégsegjykkur, allskonar sprell hægra megin á meðan vinstri hliðin bærist ekki.
Svo var ég að spá í að leggja mig á meðan mesta deyfingin gengur yfir, en ég get bara ekki lokað vinstra auganu.
Fékk störu áðan sem ég reyndi að blikka í burtu, tókst vel hægra megin en vinstra megin renna niður tárin.
Fékk mér vatnssopa og slefaði megninu úr glasinu yfir mig.
Sit nú hér og hlusta á plötusafn Lönu Kolbrúnar á Gufunni (er hún ekki djassmunkurinn? Þetta var samt enginn djass heldur allt það hallærislega sem áttundi áratugurinn hafði uppá að bjóða, massafínt), blikkandi hægra auga í gríð og erg á meðan tárin leka úr hinu, get ekki sofið, get ekki drukkið, hvað þá étið, búin að sprella yfir mig við spegilinn -- og hvað gerir maður þá?
Gæti prufað að stinga nælu í gegnum kinnina.
Framkvæmt laser-aðgerð á auganu (ef það sé hægt að nota geislaspilara í það, ég á enga aðra geisla). ( er notað viljandi. Fokkoff.)
Tungan er ódeyfð, annars hefði ég pearcað hana.
Ég ætla að hugsa málið aðeins og klípa mig í kinnina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home