miðvikudagur, júlí 7

Spinnegal

Sjitt, það er útsala í Ikea.
Ég er í vondum málum.
Auðvitað fer ég.
Auðvitað missi ég vitið og sjálfsstjórn og kaupi böns af hlutum sem ég þarf ekki en eru fallegir á litinn.
Sjitt sjitt sjitt sjitt sjitt.
Loverinn að vinna fram á kvöld svo ekki getur hann haft stjórn á mér.
Ég fór um daginn með honum í Ikea og kom út alveg spinnegal (gott orð), ringluð, örvingluð og bit.
Af því að við tókum hringinn á einhverri hálftímadruslu og komum út með einungis þær hillufestingar sem áætlað var að kaupa.
Ekki svo mikið sem eitt kerti keypt í bríaríi.
Hef aldrei verið svona stutt í búðinni áður.
Það gerist að öllum líkindum aldrei aftur.
Þetta verður ljótt í dag.
En ég hlakka samt til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home