miðvikudagur, júlí 28

Óskalagasjúklingur

Ég er geðveikt að spögglera.
Ligg undir feld.
Á laugardaginn förum við Sunna tromm í doktor doktor á Skonrokk og verðum óskalagasjúklingar hjá dr. gunna.
Óskalögin eru þessum skilyrðum háð:

5 óskalög:
Það nýjasta sem þú ert að fíla
föstudagskvöld (besta stuðlagið)
Furðulegasta lagið í safninu
sunnudagsmorgunn (besta rólega lagið)
lagið (af plötunni) sem breytti lífi þínu! (aka besta lag allra tíma)

Hvunnig í andskotanum á þetta að vera hægt???
Ég er með 2500 lög lined up og þarf að velja 2495 í burtu.
Ég er samt búin að ákveða það nýjasta, næstum því búin að ákveða föstudagskveldslagið, furðulegasta lagið er í hausnum á mér en ég man ekki hver flytjandinn er, ekkert búin að spá í sunnudagsmorgninum, og lagið sem breytti lífi mínu... fökkjú maður þau eru svo fokkíngs mörg!
En ég læt ekkert uppi núna svo ég skemmileggi ekki hina ævintýralegu stemmningu beinnar útvarpssendingar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home