þriðjudagur, júlí 27

Radio rapist

Fökkíng hell hvað það er hættulegt að hlusta á Rás 2 þessa dagana þegar Bubbaplatan með Pöpum er plata vikunnar. Þetta er alger hryllingur, og þá sérstaklega söngvarinn og kabarettsöngstíllinn hans.
Sem betur fer fór ég á bar í gærkveldi og fékk lánaðan nýja Wilco diskinn (takk samt fyrir tipsið Palli).
Held ég hafi tekið þar í höndina á sjálfum Badabing, hann var a.m.k. kynntur sem Þórarinn á Fréttablaðinu.
Töff.
En ég er sumsé búin að skella Wilco á og lofa sjálfri mér að kveikja ekkert á útvarpinu þessa vikuna.
Áfram ég!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home