sunnudagur, júlí 18

Ýmist

Jamm jamm jamm.
Var að koma heim eftir útstáelsi.
Á föstudaginn var bjóræfing hjá Brúðarbandinu sem endaði í saltstangasnöfsum og öðrum ógeðisdrykkjum hér heima hjá mér með Ceres 4 á fóninum og einhvernvegin enduðum við á Kaffi List af öllum stöðum hvar eigandin reyndi að telja okkur á að spila í horninu hjá sér með því að dæla í okkur snöfsum.
Á leiðinni heim hittum við Benni útgefanda Brúðarbandsins og buðum honum heim að hrækja saltstöngum af svölunum mínum á ókunnugan Benz sem ólukkaðist til að parkera fyrir utan mitt huggulega heimili.
Þegar okkur tókst að drattast úr rúminu á laugardaginn tókum við eftir því hvað íbúðin var ógeðsleg svo við settumst inní bíl og keyrðum útá land.
Þar þráspurði fólk okkur hvort við ætluðum ekki að fara að eignast barn, ég sá enga leið útúr þessu aðra en þá að fara að sofa, en Benni reyndi að drekka þetta í burtu.
Eigruðum uppá fjall í dag og fengum okkur túnfisksamloku og kókómjólk við kirkju og landslag dauðans, kræktum okkur utaní hvort annað og sögðum "mmmm..."
Brunaði svo beint á æfingu til að uppgötva að nýju herbergisfélagar okkar í Tónaþróunarmiðstöðinni eru bara dónar sem fikta í græjunum okkar og láta sumt dót bara hverfa.
Og nú sit ég hér heima, búin að vaska upp og er að mana mig upp í að skúra.
Svo gæti ég ef ég vildi undið tuskuna á eftir í glas og drukkið mig dauðadrukkna.
En ég vil það ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home