mánudagur, júlí 26

Geri það sem ég vil!

Mig langar í nýju Wilco plötuna!
Verð bara að hlusta á gömlu plöturnar þangað til draumurinn rætist.

Ég fór í Blómaval áðan og keypti mér mold.
Það fannst mér fyndið.
Náði að stöðvað mig á síðustu stundu í blómakaupum með því að segja við sjálfa mig að ég yrði ekkert hamingjusamari með fleiri blóm í húsinu og hærri vísareikning.
Gott hjá mér.
Nú ætla ég að umpotta þessi fjögur blóm sem ég á.
Fyrsta skipti sem ég geri svoleiðis, og svo skilst mér að þetta sé kolrangur tími til þess.
Fokkjú.
Geri það sem ég vil, þegar ég vil.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home