laugardagur, júlí 24

Drottning undirdjúpanna

Namminamm hvað það var gott að sofa út, vitandi að engin plön væru fyrir daginn í dag.
Tókst að halda mér edrú í gær til að upplifa óþunnan laugardag, lá í sófanum og borðaði nammi.
Vaknaði á hádegi í dag og fékk ekkert Kókó puffs í morgunmat einsog Katrín því ég kláraði það í gær.
Í staðinn útbjó konungur undirheimanna delúx baguett handa okkur með spánskri skinku og fíneríi.
Ræddum málin og komumst að þeirri niðurstöðu að úr því hann er titlaður þetta í Fréttablaðinu þá hlýt ég, sem ástmey hans, að vera drottning undirdjúpanna.
Mér finnst það bara alveg undursamlegt.
Fór á Sirkús markaðinn og hlustaði á Beikon á meðan ég drakk einn bjór.
Nú er stefnan sett á matarboð, svo ætla ég heim að drekka hvítvín og drepast í sófanum mínum.
Það er svo drottningarlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home