fimmtudagur, maí 27

Sammari og sæt sönglög

Ég er með brjálað samviskubit yfir dissi mínu á stóra fólkið.
Ég hata þau ekki.
En ég er auðvitað mjög bitur og öfundsjúk og með minnimáttarkennd og það leiðir oft til illdeilna og stríðs, sbr. Bush og aðrir brjálæðngar.
Stóra fólkið má samt alveg sýna okkur litla fólkinu tillitssemi á tónleikum finnst mér.
Búið.

Er annars að hlusta á CocoRosie í trámatísku gleðikasti.
Djöfull lenti ég á góðum kærasta, hann á böööööns af bjútí mússík og er alltaf að fá eitthvað nýttnýttnýjastanýtt.
Hann verður í Kolaportinu um helgina að selja diska og þar á meðal þennan disk með CocoRosie.
Go get it.

Meir um mússík -- var á Brúðarbandsæfingu og skemmti mér konunglega.
Nú eigum við böns af skemmtilegum lögum sem við erum bara að spila endalaust til að þétta fyrir útgáfutónleikana.
Nokkur eru orðin massaþétt hjá okkur, þ.e. þessi "gömlu", og hin nýjustu sem við sömdum í vikunni áður en við fórum í stúdíóið eru öll að þéttast.
So gaman *gæsahúð*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home