miðvikudagur, maí 5

Fullnægð

Búin að þrífa.
Velti mikið fyrir mér fullnægjunni í þessu bulli á meðan ég hamaðist.
Leið á köflum einsog ég væri húsmóðir frá sjötta áratugnum hverrar helsta fró fólst í skúringum.
Kallinn alltaf í vinnunni og á viðskiptafundum, sem voru bara yfirskin yfir framhjáhöld og annan saurlifnað sem eiginkonan fékk ekki að taka þátt í.
"Sjálfs er höndin hollust" með Megasi ekki komið út svo konunni datt ekkert betra í hug en að þrífa.
Ég hef undanfarna daga einungis fengið korter á dag til að knúsa strákinn sem ég er skotin í.
Líklega fór ég þess vegna að þrífa.
Þessi teóría leiðir af sér þá rökrænu niðurstöðu að stelpur sem fara út og fá sér það þegar þær vilja og með hverjum þeim sem vilja og eru kallaðar druslur, bera það nafn réttilega því þær eru fullnægðar og þurfa ekki að standa í skúringum í tíma og ótíma.
Ekki satt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home