fimmtudagur, apríl 1

Væmni aumingjaelskarinn ég

Loksins breytti ég hommalegu XP-lúkkinu í tölvunni minni í Windows Classic og mér líður svo streit núna krakkar, ég ætla bara ekki að segja ykkur frá því.
En ég er ekki frá því að hún sé aðeins hraðvirkari svona, nema það skipti sköpum að ég var að hreinsa diskinn?
Hvort sem er þá er ég fegin, þessi þriggja ára drusla mín er... drusla.
En ég elska hana samt.
Alveg einsog ég elska Kisilis þó hún pissi á baðmottuna og breyti alklæðnaði mínum í lopaklæðnað.
Hvað á ég annars að gera í sambó við Kisilis og pissið?
Ég hef tekið eftir því að hún pissar á baðmottuna þegar ég er búin að vera mikið og lengi úti.
Einhver mótmæli í gangi hjá henni.
Af því að hún elskar mig einsog ég elska hana.
Svo ég nudda bara nebbanum hennar í pissið og hvæsi á hana þangað til hún hættir þessu.
Eða ekki.
Annað hvort.
Hvað veit ég, aumi aumingjaelskari og ónytjungur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home