sunnudagur, apríl 11

Sykur, súkkulaði, sætindi Sigga sæta súkkulaði sætt sykur

Fékk páskaegg og latte í rúmið í morgun.
Fökkíngs snilld.
Er núna að drekka venjulegt kaffi og maula páskaegg, góða kaffið er búið.
Ég er búin að vera á fleygiferð þessa páskadaga; Þingvellir, Hveragerði, Akranes og Borganes hafa notið veru minnar síðustu daga.
Öllum gærdeginum var eytt í Borgarnesi með Brúðarbandinu, smá æfingabúðir hvar við vorum aðallega og mest í því að éta á okkur gat.
Sömdum þó einhvern slatta og höfðum það almennt óðgeðnínðngslega gott.
Mest var samið eftir marengsköku Eyglóar sem innihélt aðallega sykur og rjóma.
Urðum geðveikar af henni, hoppuðum um og sungum og trölluðum útum allt hús.
Minnir að lagið Prinsinn minn hafi orðið til í þessu sykursjokki.
Sykursjokk er gott.
Mmmm súkkulaði...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home