mánudagur, apríl 26

Plúsar og pizzur

Ég er að baka pizzu!
Það geta plöntur útí sveit ekki gert.
Bara gerarar.
Ákvað að gefa skít í allt, settist inní bíl og keyrði með hann á verkstæðið.
Bílaviðgerðarkallinn var sko búinn að banna mér að snerta bílinn og skipaði mér að taka rafgeyminn úr sambandi og hringja í Vöku til að draga bílinn til sín, en það kostar heilar fjögurþúsund krónur íslenskar.
Sú frétt fékk allt til að sjóða uppúr hausnum á mér og nýtt plan fæddist:
Keyra bílinn sjálf og borga ekki neinum peninga sem ég ekki á.
Ef það myndi kvikna í honum á leiðinni skyldi ég selja hann í brotajárn og koma út í plús.
Þyrfti ekki að borga tryggingar lengur og bara allt í blússandi plús.
Myndi að vísu aldrei sjá mömmu aftur sökum asnalegrar rútuáætlana á Akranes, en ég á þó síma og myndir af henni.
En það kviknaði ekkert í neinu og ég skildi bílinn eftir hjá kallinum.
Fæ ekkert að vita fyrr en á morgun hvað er að og hvað það kostar, svo ég ákvað að njóta lífsins þangað til þær ljótu fregnir berast.
Tók strætó heim og hugsaði "jööö þetter nú bar´einsog í Svíþjóð í denn", valhoppaði í Bónus og uppgötvaði mér til mikillar gleði að nú er farið að selja þar lavazza kaffi og það líka 200 krónum ódýrara en í 10-11!
Keypti tvo pakka (elska kaffi) og 3 lítra af mjólk (latte sko), grammidi, heilhveiti og ger, kattasand, Just Right, súkkulaði og bíó-sprey (my first time) -- og borgaði 2074 krónur fyrir það.
Bónus borgar sig, Jón Ásgeir má eiga allt sem hann langar í ef ég fæ lavazza-ið mitt billegt.
Lífið er gott þegar maður veit ekki neitt.
Og grammidispizza í ofninum.
Og ég er bæ ðe vei ekkert að grenja yfir því að eiga ekki kökukefli til að fletja deigið, því ég á sko tómar vínflöskur.
Allt er gott gott gott...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home