sunnudagur, apríl 18

Ókát angist

Það ríkir almenn bloggleti hér á mínu huggulega heimili.
Ég er bara almennt löt yfir höfuð þessa dagana.
Gardínurnar eru ekki enn komnar upp því ég nenni ekki að skottast þessi fjögur skref yfir til Unnar að fá lánaða járnsög.
Mig langar svo í fimm homma í heimsókn sem senda mig í maníkjúr á meðan þeir gera íbúðina mína ógisla hip og smarta og með endalausa möguleika á hagkvæmum lausnum.
Svo er Kisa að gera mig geðveika, bara í dag er hún búin að gubba á gólfið, pissa í mottu og skíta útfyrir skítakassann.
Allt á sama korterinu.
Hún er sko þokkafokkingslega að fara í sveit á næstunni.
Ég er líka búin að fá mér nýtt gæludýr sem pissar ekki á gólfin og eldar handa mér góðan mat.
Það eru sko alveg fair trade.
Einsog ég hef nú elskað hana Kisilis heitt og fyrirgefið henni margar, margar, maaaaargar ljótar syndir, þá er ég bara að gefast upp.
Elska hana ekki nándar nærri eins mikið í dag og í gær til dæmis.
Kannski ætti ég að leyfa skapinu að kólna áður en ég tek afdrifaríkar ákvarðanir, en ég er bara hrædd um að sami pirringur komi upp aftur eftir nokkra daga.
Oooooohhh þetta líf...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home