þriðjudagur, apríl 13

Kósmísk mystík

Olræt, var að kíkja á heimabankann og ég á 6000 kall!
Það er eitthvað mystíst í gangi en ég fílaða.
Við tókum Brúðarbandsæfingu í gærkveldi eftir kaffi- og oreospjall hjá Glóa og Guggz og þar gerðust nokkrir ákaflega mystískir hlutir.
Sunna sem týndi töskunni sinni með síma og 7000 kalli í fyrir viku síðan á De Palace, fann téða tösku á gólfinu í æfingarhúsnæðinu okkar, með símanum, peningi og alles í.
Hvernig henni tókst að skottast þangað frá De Palace í gegnum 3 læstar hurðir heila- og lappalaus er stórkostlegt undur.
Á meðan við stóðum allar í hring og jöminnuðum yfir þessu kraftaverki pota ég minni fögru hönd langt oní vasann á gítartöskunni minni og dreg þaðan upp tjúnerinn hennar Unnar sem er búinn að vera týndur í tvo mánuði!
Jöminnuðum okkur enn meira yfir allri þessari mystík.
Svo opnaði Melkorka afmælispakkann sinn sem okkur tókst að flækja inní þessa mystísku aðstæður á afskaplega eðlilegan hátt (ég er auðvitað dramatúrg), plöntuðum honum á stól og sögðum "Jöminn Melkorka, svo er hérna pakki merktur þér!!!"
Og hún alveg: "Jööööminn... ég þori ekki að opna hann!" en gerði það nú samt og sagði svo "Ooooo...." og svo kveikti hún á gjöfinni sem var banzaitré með ljósleiðara og við jöminnuðum yfir ljósinu og spiluðum svo nokkur lög.
Við stefnum á tónleika næsta föstudag, 16. apríl á GrandRokk með Ælu.
Það verður kósmískt stuð með mýstíkölsku ívafi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home