þriðjudagur, apríl 20

Hlutir sem ég hugsa stundum um

Brauð
Ég er orðin svo ábyrg húsmóðir eftir að ég flutti í kotið mitt að ég er farin að hugsa um brauð og brauðbakstur í tíma og ótíma.
Hef samt bara bakað brauð tvisvar.
Það er einu sinni í mánuði.
Ágætis meðaltal sosum.
En það sem ég hugsa um er; kostir lyftidufts (tímasparnaður og ekki jafn óhollt og ger), hvað er það eiginlega sem er svona evil við ger?, gott að nota nóg af sólkjörnum, uppskriftir, get ég ekki notað haframjölið mitt í annað en hafragraut? Brauð til dæmis?

Bette Midler
Hún er með alveg rosalega ljóta rödd finnst mér.
Þoli ekki hvernig hún teygir úr tónunum og rennir sér upp og niður.
Ljótt, ljótt, ljótt... okkuru er hún fræg?

Boo Coo Movement
Mikill djöfulsins snillingur sem hann Þórir er.
Þessi brostna rödd, a sucker for romance, grenjandi karlmenn á teipi fara rökustu leið í hjartað mitt.
Bara á teipi samt, the rest can f*** off.
Fyrir ykkur forvitnu er hægt að kaupa disk með honum í Tólf Tónum á skid og ingenting, drífa sig, ógisla gott í hjartað.
Já og svo er hann að spila á laugardaginn á Grand Rokk með amarískri hljómsveit sem kallast Black Forest/Black Sea.
500 kellíngar inn.

Innanhúsarkitektúr
Okkuru kann ég ekki soleiðis?
Okkuru er ég ekki þessi föndraratýpa?
Okkuru hata ég skæri og lím?

Pjéníngar
Ef ég fengi 500 þúsund kall útborgað á mánuði, hvað myndi ég gera við peninginn?
Ég gæti jú dundað mér við að gera íbúðina mína smartari og stærri, djammað sólarhringum saman og splæst á vini mína, ferðast útum allan heim og tekið vini og vandamenn með mér.
En hvað gerir fólk einsog Geir H. Haarde við útborgunina sína?
Ekki djammar hann peninginn í burtu og utanlandsferðunum er splæst á hann.
Löngu búinn að kaupa sér hús og bíl og allt það dót, vantar ekki neitt.
Fer þetta allt í hamborgara?

Nenni ekki að skrifa meira núna, en listinn er að sjálfsögðu aðeins lengri.
Ég ætla að hugsa um það í smástund hvort ég sé komin með kvef.
Er búin að hnerra all hressilega undir þessum skriftum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home