miðvikudagur, apríl 7

Endemis

Samkvæmt stjörnuspá dagsins í mogganum ber mér að taka til því ég á von á gestum.
Það er rangt.
Því ætla ég ekki að taka til.
Ég ætla sjálf að vera gestur á farandsfæti þessa löngu páskahelgi.
Þarf reyndar að vinna á fimmtudag og föstudag, en verð með bíl svo ég ætla að taka vangeflingana mína á rúntinn útá land.
Fimmtudagskvöld ætla ég uppá Akranes á Prumpufjélagsfund og á laugardaginn ætlar Brúðarbandið í æfingarbúðir í Borgarnesi.
Hvílík endemis helvítis snilld sem það nú verður!
Endemis er fáránlegt orð.
Endemis.
Endemis.
Þetta er ekki til.
Á sunnudaginn gæti ég trúað mér til að sníkja mat hjá einhverjum aðstandenda minna á Akranesi, sá sem býður best vinnur og fær mig sem matargest.
Nú þarf ég bara að redda því að einhver gefi mér páskaegg.
Þá er þetta komið.
Alveg öldungis endemis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home