laugardagur, mars 13

Brjáluð blanda

Ég er búin að vera að þrífa mína þrjátíuogtvo fermetra í einn og hálfan klukkutíma og á enn eftir eldhúsið.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ástandið á pleisinu var.
En áður en ég tek eldhúsið verð ég að segja ykkur frá mússíkinni sem knúði mig áfram í þessu leeeiiiðindardjobbi.
Ég fann nebbla ómerktan skrifaðan disk í einni ruslahrúgunni og skellti honum á.
Fyrst voru tvö lög með Einsturtzende Neubauten, þá kom NIN, nokkur lög með Marilyn Manson, Tommy the Cat með Primus, Hole, Harum Scarum og meira garg og ég sletti tuskunum í öll horn af krafti og öskraði mig í gegnum skítinn hæstánægð.
Svo gerðist það skrýtna.
Á eftir Hobo humpin' slobo bitch með Whale heyrist hugljúf ballaða með Orra Harðar, þar á eftir Islands in the stream með Dolly og Kenny og loks endar diskurinn á Autumn Leaves með Edith Piaf!
Furðulegasti bland-diskur ever.
En mig minnir að ég hafi skellt þessu öllu á einn disk þegar ég var að hreinsa tölvuna um daginn í einhverjum flýti.
Hehehe...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home