sunnudagur, febrúar 22

Meira.

Ég er líka glöð af því að í dag vaknaði ég í fyrsta sinn með fulla heyrn og engar hellur fyrir eyrunum.
Veikindin eru að fara!

En ég er þreytt á Hannesi Hólmstein og Jóni Steinari sem eru í Silfri Egils núna að tala um frjálshyggju, og ég er þreytt á fjölmiðlum sem monta sig af því að vera sniðugari en löggan, sbr. DV í dag sem montar sig af því að hafa teiknað flottari mynd en löggan af líkinu.
Sona "fréttir" eru turn off og fékk mig til að fleygja blaðinu frá mér ólesnu.
(Ég byrja blaðalesturinn alltaf á öftustu síðunum).
Ég er líka þreytt á íslenskum fjölmiðlum sem eru endalaust að kóa geðveikina í Leoncie -- hvað með það þó hún kalli þá kynþáttahatara?
Konan er kolgeðveik og það á ekkert að hlusta á ruglið í henni.

Af hverju er ég svona pirruð allt í einu?

Líklega af því að mig langar að gera mér pípugraut (nostalgíukast) en ég kann það ekki.
Sýður maður makkarónurnar í mjólkinni, eða í vatni fyrst og svo mjólk útí?
Og hver eru hlutföllin?
Ég bara veit það ekki!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home