miðvikudagur, febrúar 4

Meira af brúðum

Þessi síða er nú bara einsog Brúðkaupsþátturinn Já, nema ég er sæt og allt annað en veruleikafirrt.
En ég hef það fyrir satt að fjöldi fólks hafi setið yfir Mósaík í gærkveldi og nagað af sér fingurna í spennu því nú átti loksins að bera Brúðarbandið augum.
(mental note to all - undirbúið ykkur fyrir framúrskarandi fegurð útsendingarkvöldið, þið sem eruð með viðkvæm augu skaffið ykkur sólgleraugu, við sáum ljósmyndir af sessjóninu í gær og fengum fengum krabbamein af fegurðargeislunum sem af okkur stafaði).
Jánei í gær var bara ljóðalestur.
En massafínn, ég er alveg að fíla þetta dót hjá Margréti Lóu og Gísla.
Þegar þau voru að taka upp plötuna bað hún mig að "leikstýra" sér en ég gerði það samt ekki, man ekki afhverju.
En já nei, sko Brúðarbandið verður ekki í þættinum fyrr en þann 17. eða 24. febrúar.

En núna ætla ég að reyna að reikna fjármálin mín þannig að ég geti keypt mér nýja tölvu.
Spurning hvernig maður fer að því að spara útgjöldin um 130 kellíngar.
Mig langar svo mig langar svo mig langar svooooooo....
Mig langar í tölvu sem er snör í snúningum, tölvu sem samþykkir adsl módem, tölvu sem er með dvd drifi, tölvu sem er mér samboðin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home