föstudagur, febrúar 27

Helvítans skítadagur

Ég er í morðingjaskapi í dag.
Ef ég væri morðingi væri ég á trítli útum allan bæ að myrða hægri og vinstri.
Allt er upp og niður.
Fékk útborgað, en 20 þús minna en ég bjóst við.
Gæti fengið 30 þús ef ég fyndi eina helvítis kvittun sem ég hef líklega hent fyrir 8 mánuðum síðan.
Helvítis bjúrókratía.
Jakkinn minn er útúr gataður og ég finn engan sem mig langar í.
Get heldur ekkert keypt mér nýjan fyrr en ég finn þessa helvítis kvittun sem ég henti fyrir átta mánuðum síðan.
Í hausnum á mér er jakki og kjóll sem ég myndi sauma, nema ég kann ekki að sauma og á ekki saumavél og ég á ekki fyrir saumavél eða saumavélakennslu og hef enga helvítis þolinmæði fyrir svoleiðis föndri.
Hata blús, Rolling Stones, Spaðana og Kentár.
Fyrir 2 mánuðum vissi ég ekki hvað eldhúsinnrétting var en núna sem íbúðareigandi langar mig allt í einu í eldhúsinnréttingu, og mér finnst það ömurlega hallærislegt af mér.

Gvublessi Brúðarbandið og bjóræfinguna og karíókíið sem við ætlum að massa í kvöld.
Blessi ykkur stúlkur mínar, blessi ykkur blessi ykkur blessi ykkur...
Amen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home